Tuesday, November 12, 2013

Borgin sem aldrei sefur

Ég er að segja ykkur það.. það gerist svo ótrúlega margt á fáum dögum - á næstum því í erfiðleikum með að meðtaka allt saman.

Er annars búin að vera með stórt fiðrildi í maganum síðustu daga, en það fór í gær - um leið og ég kláraði 30% próf í skólanum. Ótrúlegt hve mikill léttir það er að klára eitt próf!

Er svo aftur orðin grasekkja - og jesús minn hvað ég er léleg í því. Kann engan veginn að meta þessa blessuðu einveru og hvað þá þegar það er brjálað veður. Síðustu nætur hafa því einkennst af miklu svefnleysi.

EN.. það skemmtilegastaskemmtilegastafrábærasta sem gerðist í síðustu viku var að við hjúin pöntuðum okkur ferð til New York. Frá 11.-16. desember og ég gæti prumað glimmeri ég er svo glöð og spennt með það! New York í jólaljósunum - játakk!



Ætla að skella Bring it on á núna og fá mér smá mjólk og after eight, mhmmm.

No comments:

Post a Comment