Tuesday, February 18, 2014

Sjúkt ástand

Já, lífið getur ekki alltaf verið fullt af gleði og hamingju. Maður verður víst að eiga erfiða daga til að eiga þá góða.

Fór í vinnuferð á Akureyri um helgina, fékk flensu og var veik nánast allan tímann. 



Ég og Guffa með celebunum í lífinu okkar á Akureyri

Þurfti að taka þetta á mjög dramatískan hátt, sem var ömurlegt. Leið yfir mig í skíðaskálanum í Hlíðarfjalli og fór með sjúkrabíl uppá slysó. Eftir rannsóknir þar flaug ég beint suður þar sem Ingólfur tók á móti mér. Kom heim og svaf nánast stanslaust í 16 klst og leið þá betur.



Veik áfram í gær og svo núna í dag. Vona að þetta sé síðasti dagurinn í veikindum og að ég geti haldið áfram í vettvangsnáminu mínu á morgunn. Ingólfur ákvað þó að taka aðeins þátt í þessu með mér, smá samúðarveikindi hjá elskunni og fór hann að æla í nótt. Það ríkir því frekar sjúkt ástand hér á Árnastíg.


maður getur ekki alltaf verið gordjöss (fyrir utan Ingólf, því hann er alltaf fab!)


Því verður horft á video hérna í dag og borðað mikið af ís. Það er nú allt í lagi?

1 comment:

  1. Mæli með Ben&Jerry's með smákökudeigi! :*

    ReplyDelete