Það var aðeins eitt sem kom mér frammúr í morgunn. Vaknaði úldnari en allt, lá og velti mér í rúminu, reyndi að finna mér milljón ástæður til að fara frammúr. Klukkan að nálgast 12 á hádegi þegar ég mundi eftir súkkulaðinu sem Toyota skildi eftir í bílnum eftir viðgerð. Eins mikið svekk og það er að borga 100.000 í bílaviðgerð þá er þá smá plástur á sárið að sjá smá súkkulaði á mælaborðinu, svona til að hjálpa sér í peningarsorgarferlinu.
Klæddi mig í, labbaði út í bíl, sótti stykkið, en rétt áður en ég ákvað að fá mér bita taldi ég sjálfri mér trú um að ég gæti e.t.v. fengið mér epli til að vega uppá móti óhollustunni. Elsku sannfæringarkraftur.
Breakfast of champions
Það er sól úti, finnst eins og ég hafi ekki séð vinkonuna í smá tíma. Þannig í staðinn fyrir að sitja inní stofu að læra, með sólina í augunum (já við erum ekki ennþá komin með gardínur í höllina!) þá lokaði ég mig af inn í herbergi þar sem engin sól kemst inn um gluggan.
Og í stað þess að gera eitthvað að viti og þá sérstaklega tengt lærdómnum, þá veit ég uppá hár hvað er að frétta í öllum helstu fjölmiðlum og hvað hið ólíklegasta fólk er búið að blogga um. Geri aðrir betur!
..nú hringi ég í Jens!
No comments:
Post a Comment