Við reyndum að googla eitthvað + fara eftir leiðsögn frá fjölskyldumeðlimum.
Eldhúsið okkar var ekki það girnilegasta eftir á, eiginlega eins og einhver sælgætisverksmiðja því það var allt rautt og klístrað.
En eftir að hafa tínt berin, hreinsað, sett í safapressu, soðið og sett í krukkur fengum við líka þessa geggjuðu sultu/hlaup.
Daginn eftir var mér boðið í lautaferð strax eftir vinnu þar sem var prufað að smakka í fyrsta skipti með ostum, himneskt!
.svo fallega rauð og góð!
Gæti ekki fyrir mitt litla líf sagt hvað er í sultunni, búin að gleyma því fyrir löngu. En hún er góð og áhugasamir eru alltaf velkomnir að koma og smakka;)