Það er ótrúlega skrítið að vera hraustur og mega ekki gera neitt, manni líður örlítið eins og fanga í eigin líkama. Í 20 vikna sónar kom nefnilega í ljós að litla krílið okkar sem er væntanlegt í endaðan nóvember væri með nýrnagalla og því geta fylgt allskonar áhugaverðir og "stórskemmtilegir" kvillar. Ég fékk einn af þeim, sem er of mikið legvatn og út af öllu þessu vatni, (sem veldur aðeins of stórri kúlu að mínu mati hehe) fæ ég samdrætti eftir samdrætti.
Nýrnagallinn er ekki eins alvarlegur og talið var í fyrstu og greinilegt er að krílið sé jafn sterkt og mamma sín;) Við höfum því farið í margar læknisheimsóknir og jesús minn hvað íslenskir heilbrigðisstarfsmenn eru miklir englar! Í gær var lyfjaskammturinn minn tvöfaldaður og mér sagt að hætta að vinna. Bilaðar tilfinningar í gangi og endalaust vinnusamviskubit.
Ég hef alltaf verið að drífa mig að öllu, koma sem flestu í verk, gert flest hratt og í þokkabót hreyft mig mikið. Núna er það heldur betur búið að snúast við og það er skrítið að upplifa lífið svona í slow motion;)
Núna þarf maður því að fara í Pollýönnuleik. Hér heima er komið nýtt sjónvarp, appletv (sem á reyndar ennþá eftir að setja upp), búið að redda bókum, púslum og ég veit ekki hvað og hvað.
Verst af þessu öllu er að núna finn ég hve ótrúlega mikið ég væri til í að hafa fjölskylduna mína nálægt, þá sérstaklega mömmu. Söknuður og heimþrá á hæsta stigi! Ég hef undanfarin ár fundið hvernig naflastrengurinn milli mín og mömmu er að slitna (eða allavega lengjast;) og núna undanfarið fyrir aukinni þörf á stuðning frá Ingólfi, en núna, boy ó boy. Hef nokkrum sinnum grátið ,,ég vil fá mömmu" - já upphátt, eins og lítið baby. Hjálpi mér.
Lít á þetta sem einn eitt verkefnið og það er eins með þetta og öll önnur verkefni - mig langar að standa mig vel og stefni auðvitað eindreigið að því:)
No comments:
Post a Comment