Saturday, September 27, 2014

Tálknafjörður

Fyrir rúmri viku flaug ég heim, til Tálknafjarðar. Var þar í fimm daga og það var svo ljúft.




Gaman að sjá fjörðinn sinn í haustlitunum.



Gerðist reyndar lítið meira þar heldur en hér fyrir sunnan. En guð minn góður hvað það var gott og nærandi að vera nálægt fólkinu sínu.



Ragna Evey litla ljós er rosa dugleg að láta mann vita að hún elski mann, strýkur kinnarnar og hárið og segir manni að maður sé krútt. Hún spyr endalausra spurninga og þá helst um litla barnið sem er á leiðinni og er hún alveg viss um að það sé stelpa, sem eigi að heita Sara í þokkabót. Þvílíkur meistari sem barnið er.



Fyrsti og síðasti göngutúrinn .. rölt á þessum hraða reyndar, Elmar Ottó 18 mánaða vildi fá að keyra og vildi enga aðstoð!




Mömmumatur, kvöldkaffi og samvera með fjölskyldunni - ómetanlegt þessa stundina!

Flaug aftur suður síðasta þriðjudag, þá komin með meiri verki en vanarlega og því skellt sér enn og aftur uppá LSH þar sem læknarnir og ég vorum viss um að núna kæmi krílið í heiminn. Pínu hræðsla í gangi, en það kemur alltaf jafn skemmtilega á óvart og ætlar að bíða eitthvað lengur.


No comments:

Post a Comment