Friday, October 24, 2014

35 vikur í dag - hipphipphúrra!

Lítið ófætt kríli - og ég get ekki hugsað um neitt annað. 

Fram að tuttugustu viku var mikið að gera, bæði í skóla, vinnu, byrja svo í nýrri vinnu og undirbúa brúðkaup. Eftir 20 vikna sónar kom í ljós nýrnagalli og eftir það hafa nánast allar mínar hugsanir verið um þetta litla kraftaverkakríli. 



Ég er ótrúlega glöð að hafa verið í góðu formi fyrir meðgönguna og ég var dugleg að hreyfa mig alveg að 26 viku, þar til ég fann að eitthvað var ekki alveg eins og það átti að vera. Eftir 28 viku var maður svo hættur að vinna og átti að gjöra svo vel að gera ekki neitt. Þegar maður má ekkert gera til að halda öllu góðu fyrir ófætt kríli þá er kannski ekkert skrítið að maður geti ekki hugsað um neitt annað en nákvæmlega það!

Grínlaust, þá finn ég til með líkama mínum, sem mér finnst vera að ganga í gegnum ótrúlega hluti. Hann sem var svo vanur að fá nánast daglega hreyfingu, útrás og núna fær hann ekkert. 



Ekkert er kannski lýgi, ég er dugleg að fara í heita potta og reyni að teygja á flestum vöðvum (sem ennþá er hægt að teygja á, haha ekki allar stöður í boði núna!) daglega. Eitt er víst og það er að þessir kroppar manns eru alveg magnaðir, ó boy!

Ingólfur er núna í vikufríi .. og þá gerist alltaf einhvernveginn miklu meira hérna heima. Síðustu dagar hafa farið í að gera barnafötin klár, en það var svona síðasta á dagskrá í þessum undirbúning. Ljósurnar voru reyndar búnar að segja mér að vera tilbúin með það mikið fyrr. En maður heldur alltaf í vonina að ganga einum degi lengra og svo öðrum degi og svo framvegis!

Mögulega krúttlegasta þvottasnúra sem þvegin hefur verið hérna!


No comments:

Post a Comment