Friday, November 7, 2014

Nesting

Ég ætlaði mér aldrei að gera klárt eitthvað sérstakt barnaherbergi fyrir frumburðinn en þar sem frítími manns hefur verið aaaansi mikill síðustu tvo mánuði þá var erfitt að standa á sér.

Við erum búin að fá mikið lánað og gefins frá vinum og fjölskyldu og það var mjög gaman þegar allt dótið var komið inn í herbergi og búið að þrífa allt saman.


Það er til svo mikið úrval af fallegum boxum í Sostrene grene að ég bilast. Er mikil boxamanneskja og langaði helst að kaupa öll! Gott til að geyma allskonar smáhluti fyrir baby:)


Átti þessa tvo ramma og ákvað að skella inn tveim sónarmyndum. En við eigum svo endalaust margar sónarmyndir, enda búin að fá að sjá krílið ansi oft.

Skiptiborð frá ma&pa, teppi frá því að ég var ungabarn og samfella frá Ylur, endilega tékkið á Yl á facebook, mjög fallegt - manni langar í allt sem stúlkan gerir:)

Rúm að láni frá Dúddu systir, sængina keyptum við í LÍN design, hlakka til að búa um..

Sólný lánaði okkur vöggu og yndislega fallegt teppi sem Dúdda systir sendi okkur í vikunni.

..að sjá alla þessa fallegu liti

Það er ótrúlega gaman að vera með smá svona babyfýling í herberginu en það verður án efa skemmtilegra að gera meira þegar það er komið í heiminn, og maður m.a. veit hvort það sé lítil stúlka eða drengur sem fær þetta herbergi:)


Í dag komst ég  yfir 37 vikna múrinn sem vonast var eftir. Læknarnir hlógu að mér í skoðun fyrir 1 og hálfri viku og sögðu að það ætti ekki að vera hægt að halda þessu barni svona lengi inni miðað við verkina sem hafa verið síðustu tvo mánuði. Maður er orðin ansi þreyttur og verkirnir bara versna með tímanum. Ég er hinsvegar ennþá frekar róleg og jákvæð og reyni að passa mig á að fara aldrei að bíða, þá líður tíminn aldrei! 


Sigríður Etna

No comments:

Post a Comment