Monday, November 17, 2014

..þá sjaldan maður lyftir sér upp!

Tálhríðar.. myndi ekki óska mínum versta óvini þær. 

Samdrættir á ca. 8 mín fresti í tvo og hálfan mánuð.. gott að vera jákvæða týpan.

Jákvæðni og ljúfur eiginmaður.. (og dass af mat) bjarga vissulega geðheilsunni.

Mig langaði alveg rosalega að komast á jólahlaðborð með fjölskyldu Ingólfs sem var haldið síðasta laugardag í LAVA í Bláa Lóninu. Ákvað að hunsa verkina og talaði um að 16. nóvember yrði svo bara fínn dagur til að klára þetta og barnið mætti loksins koma. Maturinn var æði og félagsskapurinn líka. Ótrúlega gott að klæða sig í eitthvað aðeins betra en joggingbuxur svona einu sinni. 




Þegar ég var komin heim, búin að taka verkjalyfin (sem skvísan þarf ávalt að taka til að ná einhverjum svefn) og ég náði loksins að sofna var vaknað aftur upp eftir 20 mín. svefn. Hólí smóks, hélt að barnið væri loksins að koma í heiminn. Eftir næstum 4 klst. af óbærilegum verkjum og samdrættir á 6 mín fresti datt svo allt í venjulega farið og frúin gat loksins sofnað. Ég skil ekki hvaðan þetta barn fær þessa stríðni!



Eins þreytt og við bæði erum orðin þá er spennan en vissulega til staðar:) Ljósurnar lofuðu mér að ég þyrfti ekki að ganga framyfir 40 vikurnar, svo það gerir núna mestalagi 11 daga - en hei hver er að telja? (hósthóst)


..og núna verður reynt að leggja sig aðeins;)

No comments:

Post a Comment