Tuesday, November 11, 2014

Brunch á VOX og F&F

Ég fæ alltaf að sjá það betur og betur með hverjum deginum hve ótrúlega vel gift ég er. Þvílíkur meistari sem þessi Ingólfur er. 

Mig langaði að gleðja þennan mann aðeins svo ég bauð honum í brunch á Vox síðasta laugardag.



Já, það voru þreyttir tilvonandi foreldrar sem mættu á staðinn og það var stappað af fólki! Ég labbaði inn á eftir tveim strákum á mínum aldri og heyrði að þeir báðu um borð fyrir tvo. Maðurinn sagði að það væri því miður ekki laust. Dam hugsaði ég, komin alla leið frá Grindavík fyrir þennan brunch, af hverju pantaði ég ekki borð? Ákvað þó að spyrja líka, svo þegar strákarnir voru farnir fór ég og spurði um borð fyrir tvo. Maðurinn leit á listann fyrir framan sig, leit á óléttukúluna og sagði svo ,,já ég skal redda borði, þú verður bara að bíða smá".

Ó the joy of pregnancy - aldrei neita óléttri konu.






Maturinn var æðislegur, það er held ég hægt að fá allt þarna. Ég var reyndar ekki alveg í stuði fyrir lamba- og svínasteikur svona nývöknuð en maður gat valið margt annað gott:)

Ákvað svo að kíkja í Kringluna í nýju búðina sem allir virðast vera að tala um, F&F. Mæli klárlega með henni, fékk svona útlandafýling þar inni. Sá margt flott sem ég hefði vilja máta, en það þarf að bíða betri tíma. Í staðinn keypti ég 3 buxur á Ingólf og 2 peysur. Gott að fá smá verslunarútrás hehe:)


...þangað til næst,

Sigríður Etna

No comments:

Post a Comment