Wednesday, January 28, 2015

Skírn


Litla stelpan mín fékk loksins nafnið sitt þann 18. janúar síðastliðinn, á 24 ára afmælisdaginn minn.



Fékk hún nafnið Ingibjörg Etna


Nafnið hennar var ákveðið fyrir ábyggilega 3 árum eða meira. Ég sá einhverstaðar stelpu á netinu sem var kölluð Ingó og mig langaði að geta kallað stelpuna mína það líka og sagði Ingólfi frá því. Hann sagði að honum langaði til að skíra stelpuna sína Etnu, dingding - jackpot, nafnið fundið.


Fljótlega eftir að ég fékk hana í fangið í fyrsta sinn hugsaði ég nafnið og fannst það passa líka svona ljómandi vel við hana.


Við ákváðum að hafa heimaskírn með nánustu fjölskyldu og nokkrum vinum, e-ð rólegt og kósí



Ingibjörg Etna var skírð í skírnarkjólnum sem ég saumaði í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík fyrir ca. 6 árum. 


Við buðum uppá fiskisúpu og brauð og svo kökur eftir á.

Mér finnst pínu möst að bjóða upp á niðurskorna ávexti með svona sætu - aðeins til að vega upp á móti hinu;)

Skírnatertuna keyptum við hjá Myllunni. Einfalt, ótrúlega góð og kostar undarlega lítið.


Freymar Gauti og Kristín Anítudóttir eru guðforeldrar Ingibjargar Etnu<3 ..Við Ingólfur elskum þau bæði til tunglins og til baka.


Dagurinn var æðislegur. Við mæðgur fengum hálsmen í stíl frá Ingólfi/pabbanum, með nafninu okkar Etna á. Okkur fannst það ekki leiðinlegt. Mamman var þó í einhverju svaka spennufalli eftir daginn, alveg búin á því, en þessi litla virtist mjög glöð með allt saman:)





No comments:

Post a Comment