Ahhh... babyspam aldarinnar!
Núna kemur ekkert annað frá manni á snapchat, instagram og núna bloggið heldur en barnainfo.
Jæja, jæja, það verður að hafa það - og hinir bara loka augunum!
Hlutirnir breytast svo sannarlega og núna finnst mér fátt jafn meira spennandi í daglegu lífi en hægðir barnsins míns. Nýbakaðar mæður skilja mig (vonandi) og aðrir bara hrista hausinn.
Þetta óútreiknanlega stúlkubarn gerði síðustu viku heldur betur krefjandi. Barnið sem hefur ekki gert neitt annað en að vera vær og ljúf síðan hún fæddist ákvað að um leið og pabbinn fór á sína fyrstu næturvaktarsyrpu að kvarta og gráta frá 19.00-03.00. Mamman var búin á því, en fyrirgaf barninu þetta allt saman auðvitað á nóinu! Ég skil hana ósköp vel, enda Ingólfur meistari. Neinei, barnið var reyndar með í maganum en Ingólfur hélt því fram að það væri haldið svona miklum aðskilnaðarkvíða og að hann væri algjörlega ómissandi í eitt augnablik!
Seint eitt kvöldið þegar barnið var löngu komið í náttföt, í von um að það myndi hafa einhver róandi áhrif, var ákveðið að taka eitt stykki snapchat at litlu Ingó og senda stóra Ingó. Barnið var eflaust að gera eitthvað svakalega frumlegt og breathtaking, e-ð sem önnur börn hafa aldrei gert áður (hóst!)
Krúttlegt bros eða hjal breyttist svo sannarlega..
....svipurinn á henni eftir lætin eru priceless!
Næst skal ég reyna mitt allra besta til að setja eitthvað hingað inn sem tengist ekki Ingibjörgu Etnu - lofa!
Haha, ég skil þig svo innilega vel! Og þetta verður hluti af því daglegu lífi ( að tala um hægðir barnsins og klappa yfir því) :) Og auðvitað áttu að skrifa um litlu skvísunna þína. Hún er hluti af lífi þínu, og þetta er náttulega "Hugarheimur Etnu" :)
ReplyDeleteKveðjur
Bergrún Sandra
LOL besta snapp sem ég hef séð! :3
ReplyDeleteNei, fleiri blogg um Ingibjörgu :D !
Kv.María Berg