Ég hef verið mjög dugleg að fara í göngutúra með vagninn alveg síðan Ingibjörg var 6 vikna. Þeir eru að vísu ekkert alltaf neitt svakalega langir hjá mér, enda veðrið í vetur ekki búið að vera neitt sérstaklega gott. Það gerir alveg rosalega mikið fyrir mig að fara smá út og fá ferskt loft, þó það séu ekki nema 20 mínútur.
Í dag ákvað ég að fara aðeins út með litlu bínuna. Leyfa henni að sitja í vagninum eins og alvöru "stóru barni".
Hún fílaði það í tætlur!
Svo var aðeins farið að skríða um í grasinu - maður verður nú að fá að kynnast þessu öllu saman einhvertímann.
Ég hlakka mikið til að geta leikið með þessari á pallinum okkar í sumar. Það er eins gott að fara að byrja á honum, því fyrr því betra:)
No comments:
Post a Comment