Monday, June 22, 2015

Jónsmessuganga

Mig hefur alltaf langað að komast í Jónsmessugönguna hér í Grindavík. En hún er haldin ár hvert. Loksins loksins var ekkert sem stoppaði núna og því létum við Ingólfur vaða, ásamt góðum vinum.







Þátttakendur gengu saman að Þorbirni og upp hann. Þar var kveiktur varðeldur og Eyþór Ingi tók nokkur lög. Eftir það var labbað niður Þorbjörn og í Bláa lónið. Eyþór Ingi mætti þangað og spilaði til miðnættis.

Ég get ekki líst því hve mikið ég þurfti á þessu kvöldi að halda. Nærandi fyrir sál og líkama. Íslenska náttúran er svo töfrandi, svo rómantísk:)

No comments:

Post a Comment