Tuesday, June 16, 2015

Virkið okkar

Þegar við fjölskyldan komum að vestan í endaðan maí ákváðum ég og Ingólfur að leggja þáttaáhorf okkar aðeins á hilluna svona yfir sumarið. Eins yndislega kósí og það er að horfa á þætti á kvöldin, jú og þegar maður er extra latur á daginn, að þá tekur það brjálæðilega mikinn tíma frá manni.

Síðan þá höfum við verið eiginlega alveg á fullu í að gera allskonar. Klára hluti sem hafa setið á hakanum og jú, byggja þetta svaka virki!


Við ákváðum semsagt að búa til niðurgrafinn pall fyrir framan húsið. Það þurfti því að moka þrem vörubílum af jarðveg að framan til að byrja á herlegheitunum. Þetta er búið að taka smá tíma hjá okkur já, en góðir hlutir gerast hægt. Eins og einhver sagði einu sinni.

Ég get ekki beeeeðið eftir að geta sest á pallinn bráðlega. Þangað til er lúxusinn ekkert svakalegur


 (Eins og sést glögglega á þessari mynd, þá eru sumarblómin reddý á pallinn;)


Það sem maður elskar þegar þessi lætur sjá sig, úff...

Reyndi að taka rosa fína selfie í sólinni, það gekk ekki betur en þetta:


En það er ekki alltaf hægt að vera sætur!

No comments:

Post a Comment