Monday, February 1, 2016

Súpuslysið

Fyrir viku síðan lenti ég og Ingibjörg í smá slysi. Ég var að sjóða grænmetissúpu hérna heima. Þar sem galdrasprotinn minn er ónýtur ákvað ég að vera sniðug, flýta örlítið fyrir mér, setja súpuna í blandarann og mauka grænmetið þannig. 

Ég var í fyrstu ekkert alltof viss um að þetta væri sniðug hugmynd hjá mér. Hugsaði að glerið myndi kannski ekki höndla hitann og gæti e.t.v sprungið. Eins og ég geri alltaf þegar ég er í einhverjum vafa með eitthvað þá hringdi ég auðvitað í móðir mína. Hún var hinsvegar upptekin og svaraði ekki. Ég ákvað að prufa.

Niðurstaðan: ALDREI setja sjóðandi súpu í blandara.

Lokið á blandaranum hentist upp í loftið (þó ég hélt fast við það með tusku) og súpan fór beint á mig og Ingibjörgu Etnu. En hún sat á gólfinu við fæturnar á mér. Hún henti sér á magann og öskrin voru eitthvað sem ég hafði aldrei heyrt frá henni áður, eeggghh. Fyrsta sem ég gerði var að rífa hana upp af gólfinu og hljóp beint inní sturtu að kæla okkur niður (mest hana þó). Eftir smá tíma hljóp ég fram, með barnið á handleggnum, í öllum fötunum, hundblautar. Ég slökkti á blandaranum og hringdi grátandi, í mikilli geðshræringu í Ingólf og sagði honum að koma heim því við hefðum brennt okkur. Fór svo aftur inn í sturtuna. 

Til að gera langa sögu styttri: Við fórum uppá spítala og það var búið um sárin. Fórum svo daginn eftir að kíkja á hvernig þetta liti nú út. Þetta var allt annað og við mæðgur líka svona svakalega heppnar og sluppum vel. Ingibjörg brann á enninu og aðeins inní öðru eyranu. Ég brann undir öðru auganu, á hökunni og bringunni. Ég var mjög heppin að hafa verið í þykkri hettupeysu, því hún var öll út í súpu!


Ef þið lendið í bruna. Kælið strax!!! Tengdamamma mín kom með Burnfree áður en við fórum uppá spítala og við svoleiðis möööökuðum því á okkur (vorum eflaust eins og holdsveikar þegar við mættum inn á HSS). Burnfree gerir KRAFTAVEEEEEEEEEERK! 


Engar smá sáraumbúðir


(Okay, ég fór reyndar í hláturskrampa þegar við settum húfuna á litlu Ingó)

Að skoða sárin á mömmu sinni


2 dögum eftir súpuslysið mikla

5 dögum seinna

Í dag - viku seinna. 

Eftir að ég tók sáraumbúðirnar af hef ég borið á mig Penzim gel. En það er íslensk vara, úr ensímum úr þorski. Þið getið lesið meira um það hér. Það slær reyndar ekkert á kláðann (sem er búinn að vera að fara með mig!) og er mjög sticky. En þetta lítur mun betur út núna:)

Núna ætla allir sem lesa og eiga ekki Burnfree heima hjá sér að fara út í næsta apótek og kaupa þetta undrakrem og eiga heima sér! Gogogo!

P.s. ef einhver er að velta því fyrir sér, þá nei, súpan var ekkert sérstök og alls ekki þess virði:(

Takk og blessNo comments:

Post a Comment