Sunday, April 3, 2016

Páskafrí

Við fjölskyldan náðum viku fyrir vestan yfir páskana. 

Það var svo ótrúlega ljúft að komast aftur heim. Ég fór síðast á Tálknafjörð yfir áramótin og það hefur aldrei liðið svona langt á milli þess að ég fari í heimsókn heim síðan Ingibjörg fæddist!

Páskarnir voru ljúfir. Eins og alltaf var borðað alltof mikið. Það var farið í göngutúra, lagt sig, slakað á, horft á bíómyndir, farið á ball, farið í Pollinn og sund. Aðeins of kósí.

Mig langar að deila nokkrum myndum frá fríinu í Paradís. En þar sem ég tók mig á fyrir svolitlu síðan í að 'njóta augnabliksins' og sjá hlutina með eigin augum í staðinn fyrir að sjá þá í gegnum myndavélina á símanum mínum, að þá tók ég ansi fáar myndir. Því eru ansi margar myndir hér frá Árný, takk systir.


Þessari finnst ekkert mikið mál að fara í löng ferðarlög í bílnum

Þær höfðu ekkert alltof mikinn áhuga á hvor annarri litlu frænkurnar.

Ingibjörg elskaði Freyju stóru frænku og fannst hún ótrúlega skemmtileg.

Með stjörnur í augunum

..og stundum hendir maður í smá brunch

Raggi frændi er alltaf tilbúinn að fíflast í manni

Etna að snyrta Liu

Páskaeggjaleit UMFT

Við Ingólfur hentum í 10 kg af fiskibollum með hjálp mömmu - takk!

Ég að sýna mitt rétta andlit - gráðuga gerpið sem maður er

Mesta sportið er að fylgjast með dýrunum á bænum. Það eru ekki bara kálfar, kindur, hestar, býflugur, kisa, hundur og hænur á bænum, það eru nefnilega líka sætir hænuungar (páskaungar)! 

Það var farið nokkrum sinnum á dag útí hænsnakofa að athuga hvort það væru komin egg.

Besta sætið í húsinu að mati Ingibjargar. Hún elskar að fá að borða hjá Marinó afa. Kötturinn Yrsa fylgist öfundsjúk með þarna til hægri;)

Ég vona að þið hafið öll átt gleðilega páska:)

No comments:

Post a Comment