Fyrsta bumbumyndin tekin á leiðinni vestur á Tálknafjörð - 14 vikur
21 vika
Það eru að verða komnir 16 mánuðir síðan Ingibjörg Etna kom í heiminn og ég er eiginlega ekki að trúa því að ég upplifi þennan söknuð. Því eftir 26 viku fannst mér meðgangan eiginlega vera horrbjóður. Kyrrsetan, óvissan, verkirnir og þreytan eeeeegggghhh.
Endalaust að fara í mónotor
..og allir héldu að núna væri barnið alveg að fara að koma.
gleði gleði
Endalausir samdrættir
Alveg frá upphafi elskaði ég bumbuna mína. Þó mér leið ekki alltaf vel, var þreytt, bjúguð og allt þetta sem fylgir því að ganga með barn að þá elskaði ég alltaf líkama minn. Mér fannst ótrúlegt að fylgjast með maganum stækka. Ég þyngdist um ca. 25 kg á meðgöngunni, en mér fannst ég alltaf falleg.
uppá Grábrók. Við hjónin skottuðumst upp fellið í kringum miðnæti þegar við vorum að keyra þar framhjá.
26 vikur
33 vikur
35 vikur
36 vikur - legvatnið loksins búið að minnka og kúlan að verða eðlileg í stærð miðað við lengd
37 vikur
38 vikur
En guð hvað ég man vel eftir því að vera óóóóótrúlega þreytt haha.. það gleymist seint held ég:)
Berjamó. Ingólfur að leita að berjum og ég sofnaði á meðan.
classy preggo lady
Greyið Ingólfur. Góðmennska hans kom sér oft að góðum notum.
nuddnámskeið með þeim besta<3
En sumar myndir eru bara of góðar til að birta ekki. Því meðganga er ekki bara alltaf glimmer og einhyrningar. Sumum myndum er heldur ekki hægt að bjarga á neinn hátt með að skella á eins og einum góðum filter - óneeeei.
Myndir teknar að framan eru allsvakalegar. Allt svo ótrúlega breytt haha.
Það er ótrúlega mikil forréttindi að fá tækifæri til þess að ganga með barn. Ef ég fæ aftur slíkt tækifæri þá ætla ég svo innilega að vona að það muni ganga betur en í fyrsta skiptið. Með mikilli vinnu í vetur hef ég náð að sætta mig við reynsluna mína. Það voru mikil vonbrigði þegar meðgangan mín fór ekki eins og ég hafði ímyndað mér. Ég sá sjálfa mig fyrir mér skokkandi upp á Esjuna á settum degi og fleira í þeim dúr (full bjartsýn kannski).
Mér hefur alltaf fundist óléttar konur svo fallegar og finnst mér ég ekki hafa verið nein undantekning þar. Ég vona að sem flestar konur átti sig á kraftaverkinu sem líkami þeirra er. Að þeim þyki vænt um líkama sinn og virði hann. Ég vona að þær geti umborið/brosið/hlegið af hormónaruglinu, bjúginum, æðahnútunum, gyllinæðinni, ógleðinni, aukna hárvextinum, slitunum og öllum hinum fáááááránlegu fylgikvillum sem geta fylgt því að koma barni í þennan heim:)
xoxo
No comments:
Post a Comment