Wednesday, August 22, 2012

Fermingarterta


Gagga frænka mín hringdi í mig í gær og bað mig um að kíkja við hjá sér. Gagga er yndisleg kona hér á Tálknafirði og sömuleiðis er hún litla systir hennar elsku ömmu Jónu á Þórshamri.

Þegar ég mætti til hennar beið mín þessi frábæra Okkar pabba kaka! Gagga bakaði alltaf svona köku fyrir fermingarveislurnar hjá systkinum mínum. En þar sem ég hélt sameiginlega "matar"fermingarveislu með 7 öðrum vitleysingum þá ákvað hún að baka bara svona köku og færa mér einhvertíman áður en ég myndi gifta mig, og viti menn, hér er hún:  


Og bragðast pottþétt jafn vel og hún hefði gert fyrir 8 árum.



Takk æðislega fyrir mig elsku frænka:*

Kveðja, Sigríður Etna

No comments:

Post a Comment