Thursday, August 23, 2012

Kvöldkaffi

Þegar ég var barn þá var oft kvöldkaffi á mínu heimili. Einar af mínum dýrmætustu minningum úr æsku eru einmitt þegar ég og fimm eldri systkini mín sátum öll saman eftir daginn, lásum Andrésblöð, borðuðum cheerios og kökur sem mamma hafði bakað. Það voru oft læti í Ólátagarði (nafn heimilis okkar) en á kvöldin voru allir/flestir aðeins búnir að róast.

Ég og Ingólfur vorum með "kveðju"kvöldkaffi í gærkvöldi fyrir fjölskylduna, en við flytjum aftur í höfuðborgina á morgunn. Því skellti ég í eina marenstertu og svo fengum við okkur líka Okkar pabba köku sem Gagga bakaði fyrir mig. Það er alltaf gott að setjast niður með fjölskyldunni og eiga gott spjall og ekki skemmir það að hafa eitthvað gott að borða í leiðinni;)




Kveðja, Sigríður Etna



No comments:

Post a Comment