Friday, August 24, 2012

Sumar á Tálknafirði



Guð hvað mér finnst erfitt að sumarið sé að klárast! Maður ætlar sér alltaf að gera svo mikið yfir sumarið en svo nær maður oftast ekki að gera helminginn af hlutunum. Því ákvað ég í byrjun sumars að setja mér svona "sumarmarkmið". Ég skrifaði þau niður og reyndi að finna tíma til að gera þau öll. 

Þau *markmið* sem ég setti mér voru:
*Fara á Ísafjörð*




*Fara á Akureyri*
Hittum Baldvin auðvitað!

*Fara í Borgarfjörð*

Þar sem við löbbuðum upp á Húsafell


Og löbbuðum líka upp á OK í skemmtilegum félagsskap

Fórum í hellaskoðun

*Labba upp að Systravörðum* 

*Labba yfir Lambeyrarháls*

*Labba yfir Miðvörðuheiði*

*Sýna Ingólfi Hrafnagil*

En svo var eitt markmið sem ég hafði ekki tíma fyrir og það var að hjóla útí Grænuhlíð. En það verður bara að bíða fram á næsta sumar:)

Svo gerði maður meira skemmtilegt. Við Ingólfur vorum svo heppin að fá að búa í Ólátagarði hjá Dúddu systur og yndislegu fjölskyldu hennar. Þar fengum við tækifæri á að kynnast litlu perlunum enn betur, þeim Erlu Maren og Rögnu Evey:


Stóra frænka gerði sumardrykki fyrir litla veika blómið

Sú stutta alltaf hress!



Við hjóluðum í mígandi rigningu út á Felli og kíktum í kaffi til Magga:



Komum heim rennandi blaut og skítug

Sigríður Etna elskar date og að fara "út að borða" í sveitinni:


Fjölskylda Ingólfs var dugleg að heimsækja okkur yfir sumarið, afi Palli og Soffía, Kristín og Gústi og Aníta & Co - Takk fyrir að koma í heimsókn:*



Nutum þess þegar Sæla eignaðist 8 hvolpa og fá svo að eiga einn, hana Mollý:



Skvísan lærði að búa til fíflahunang hjá mömmu sinni á Eysteinseyri:




Við fjölskyldan fórum á Thailenskt-matreiðslunámskeið hjá Jan, mágkonu pabba:






Pabbi sáttur með útkomuna

Nóg af kvöldkaffi í sumar:



Ingólfur var duglegur að hjálpa til á Eysteinseyri og lenti í smá vinnuslysi í girðingarvinnu:

Litla þolir blóð illa og leyfði mömmu sinni að sjá um hjúkrunarstörf í þetta skiptið!

Fórum í yndislegt sveitabrúðkaup í Fljótunum hjá Kötlu og Lalla:


Tálknafjörður vann fótboltan í sumar, loksins! Etna, aðdáendi nr. 1 var glöð:



Svo var best að fá að hafa herra yndislegan hjá mér í allt sumar:*



...Þá klárar maður síðasta vinnudaginn og skellir sér svo í höfuðborgina - mjög blendnar tilfinningar!

Kveðja, Sigríður Etna

2 comments:

  1. Flottar myndir og gaman að lesa bloggið þitt::))

    ReplyDelete
  2. Það verður nú gott að fá þig í skólann og höfuðborgina Etna mín. Þú hefur greinilega haft það rosalega gott í sumar og farið í fullt af fjallgöngum, þú ert meistari! :D

    ReplyDelete