Maður veit nú varla hvort maður þori að skrifa meira í bili.. fannst pínu eins og ég stæði nakin fyrir framan alheiminn eftir síðustu færslu. Það kíktu 400 manns á bloggið, mörg komment og hitti nokkra sem töluðu um hve mikið þeir hefðu hlegið.
Ég skreið pínulítið inn í skel, eitthvað svo sperhrædd.. get ekki verið svona obboslega sniðug tvisvar í röð, það er of mikið fyrir þennan litla heila og ekki fer ég aftur í spinning til að lýsa en svakalegri reynslu!
..en hver fýlar ekki örlitla athygli?
Átti svolítið skrítinn dag, einn af þessum dögum þar sem er smá hnútur í maganum.
Ef maður grefur aðeins ofaní þá finnur maður samt alltaf ástæðuna.. pælir smá í því og lagar. Ég gerði það allavega í dag og bætti við þá uppskrift að fara í nudd.. og gufu.. þvílíkur galdur - virkaði fullkomnlega:)
Er svo mikið að meta veðrið þessa dagana!
Kv. Sigríður Etna
No comments:
Post a Comment