Wednesday, September 19, 2012

Mín leið..

Þegar ég var barn tók ég ákvörðun, eflaust sömu ákvörðun og flest öll börn taka:


 ,,þegar ég verð stór ætla ég ekki að drekka" 

Ég hinsvegar, gerði það sem að mörg börn gerðu ekki, ég hef staðið við mína ákvörðun og þar með staðið með sjálfri mér.



Eins asnalega og það getur hljómað fyrir manneskju sem drekkur ekki að þá hefur áfengi mótað lífið mitt verulega. Ég er uppkomið barn alkahólista og systir fjögurra slíkra. Í minni fjölskyldu eru vandarmálin rædd og borin virðing fyrir þeim sjúkdóm sem alkahólismi er, og fyrir það er ég ævinlega þakklát. Við fjölskyldan höfum fengið að sjá slæmu hliðar fíknsjúkdóma og þess vegna tók ég mína ákvörðun - mér fannst áfengi ekki áhættunar virði.

En þessi ákvörðun hefur ekki alltaf verið auðveld, það er rosalega erfitt að reyna að vera eitthvað örlítið öðruvísi í heimi sem er stöðugt að gera okkur öll eins. Mig langaði að virða lögin og fara eftir þeim, hugsaði að þau væru sett af ástæðu. 

Það var erfitt að segja milljón sinnum nei, að láta þvinga upp í sig áfengi (bókstaflega), að vera ekki boðið með, að fólk vildi ekki umgangast mann .. (við fáum nú öll að kynnast unglingsárunum og hinum yndislega hópþrýsting) - en í dag er ég svo miklu sterkari fyrir vikið. 


Ég er svo 100% sátt og hamingjusöm með mína ákvörðun og ég tel að hún hafi auðveldað líf mitt mikið hingað til. Ég myndi óska þess að það væri borin meiri virðing fyrir henni og þeirra sem velja sér þessa leið. Því við, eða allavega ég, ber virðingu fyrir akkúrat hinni ákvörðuninni.

Skrítið hvernig einhver silly vökvi, eins og áfengi getur mótað allt lífið manns; út af því fæ ég að lifa vímuefnalausu lífi, kynntist þess vegna mörgum af mínum bestu vinum sem ákváðu það sama og ég, ég fór í Ungmennaráð UMFÍ og þaðan kom kveikjan á besta hugsanlega náminu fyrir mig = tómstunda- og félagsmálafræði í HÍ (með held ég bara mestu snillingum landsins!)



Ég er spennt fyrir framhaldinu:)


Kveðja, Sigríður Etna

3 comments:

  1. Flott hjá þér, þú ert frábær fyrirmynd. Það mættu vera fleiri eins og þú:) Er stolt af þér:)

    ReplyDelete
  2. Skil þig svo vel,þótt engin áfengisvandræði hafi verið í kringum mig,þá verð èg alltaf stoltari og sterkari að hafa ALDREI sett áfengi inn fyrir mínar varir,lífið er yndislegt,èg geri það sem ég vil...........Og sammála með námið okkar,snilld

    ReplyDelete