Sunday, December 9, 2012

Matarpervert

Ég er ekkert alltof dugleg að instragrama.. en eins og flestir sem setja myndir á instagram vita að þá fer mikið af því sem fólk borðar þar inn, funny but true. 

Þegar prófatíð er í gangi þá á fólk það til að misþyrma líkama sínum. Ég er A manneskja, en í próftíð er ég oftast öfga A manneskja. Ég passa að fara snemma að sofa, byrja daginn snemma að læra, passa upp á hreyfa mig og borða góðan mat. Ekki misskilja mig samt, ég borða minn skammt af súkkulaði líka! Próftíð er alltaf próftíð!


 Japanskt kjúklingasalat

Rækjusamlokur, pítusamlokur og grillaðar kjúklingasamlokur


Smoothie: banani, pera, jarðaber, brómber, hindiber og vatn


Besta snakkið

Mr. Sweettooth að grilla minisykurpúða.

Heitt kakó ala Ingólfur! - Æðislegir sykurpúðar, hægt að kaupa þá í Sostrene grene:)


Matarpervert, I know.. elskaelska mat.. og er svo heppin að eiga góða vinkonur sem gera það líka.


Er eitthvað sniðugt sem þið fáið/leyfið ykkur í próftíð:)?

2 comments:

  1. Ég sit hérna glorsoltin á Þjóðarbókhlöðunni að læra og svo kíkjir maður á þetta og þessar myndir drepa mig! NAAMMMI! En þú ert samt meira krúttið Etna mín :)

    ReplyDelete
  2. Vá, langar í þetta allt, mest í salatið samt. You make me hungry guurl

    Ég var húkkt á súkkulaðihúðuðum hnetum í prófatíðinni í fyrra. (hvítt súkkulaði). Good times!

    Kv.María

    ReplyDelete