Við stoppuðum stutt í París og þar heillaði Tour Eiffel (lesist með pirrandi frönskum hreim eins og gellan í Stelpunum) mig upp úr skónum!
Þar sem ég ákvað að í þessari ferð yrði tekið allsvakalega á öllum mínum bjánalegu óttum þá ákváðum við að fara uppí turninn!
Þegar við fórum inn í fyrstu lyftuna til að fara uppá 2. hæð turnsins þá fékk ég illt í magann og mér leið hræðilega í lyftunni! Svo komum við út á 2. hæð til að skipta um lyftu, þá fóru hnén að skjálfa og jesús minn hvað mér leið illa.
Það tók Ingólf slatta tíma að fá mig til að fara á toppinn, en það tókst á endanum! ..
..sem betur fer!
Ég ætla ekki að ljúga, það tók mig svona 15 mínútur að komast frá lyftunni (sem er í miðjum turninum) og að útsýnisgluggunum. Eftir góðan tíma efst uppi þá var ég hætt að taka hænuskref og elskaði útsýnið!
aðeins of sátt með sjálfa sig á þessari!
Smá ferðasaga: Stríðið sem var í Lýbíu á þessum tíma var ein af ástæðum af hverju ég vildi ekki fara upp í turninn. Þegar við vorum á leiðinni niður turninn og komin niður á 2. hæð þá fer ég að fylgjast með starfsfólkinu sem var farið að haga sér undarlega, að segja öllum að drífa sig niður og að fólk mætti endilega taka stigana. Þau voru OFURhress, mjög vinarleg og mér fannst þau svo paranoid eitthvað. Ég sagði við Ingólf að þau væru pottþétt að rýma turninn. Þá skammaði hann mig fyrir að vera alltof stressuð og ímyndunarveik.
..Þegar við komum útúr turninum var herinn mættur, það VAR verið að rýma turninn því það var sprengjuhótun frá Lýbíudúdum, svæðið var hreinsað og turninn lokaður í 2 daga!
No comments:
Post a Comment