Monday, January 28, 2013

Sófateppi

Hekl-Hekl-Hekl

Er ekki tilvalið að koma með eitt heklblogg í viðbót? 

Ákvað að pósta inn öðru teppi sem ég hef heklað. Þetta teppi var fyrsta verkefnið mitt eftir að ég útskrifaðist úr Hússtjórnunarskólanum. 

(tek það fram að þetta teppi er ekki rúmteppi á þessu rúmi, var bara að breiða úr því til að sýna það, þetta er jú sófateppi;)!)

Mig langaði ótrúlega mikið að gera stórt og gott sófateppi. Þetta er svakalega massíft teppi, þungt og liggur vel ofan á manni.


Þar sem ég elska liti þá ákvað ég að gera mjög skrautlegt teppi.


Það var einhver sem spurði mig hvað ég myndi selja svona teppi á.. en það er eitthvað sem ég myndi aldrei gera. Taldi saman kostnaðinn í það fyrir nokkrum árum og þá var það um 35.000-40.000 kr. + öll vinnan sem ég lagði í það, sem var mjög mikil!




2 comments: