Monday, April 1, 2013

Hátíð hátíðina: páskarnir

Hér er búin að ríkja dálítil lægð, enda nóg að gera á frídögunum og tölvan fékk því miður ekki að fljóta með.

Ég á ekkert alltof mikinn frítíma, allavega ekki eins mikinn og ég hefði óskað mér, en þann tíma sem ég á nýti ég vel. 

Páskarnir voru svo ótrúlega ljúfir og markmið mínu var náð; að kíkja ekki í neinar skólabækur og hafa gaman!

Á þessum ekkert alltof mörgum dögum var farið víðsvegar um landið og margt brasað;



Rétt fyrir páska eignuðumst við Ingólfur sitthvoran systrasoninn. Fæddust með nokkra klst. millibili og báðir voru þeir 16 merkur og 53 cm. Við eigum ekki bara fallega frændur, heldur einnig frábærar systur sem eru greinilega svona obboslega samtaka!


Fór norður á Akureyri í nokkra daga stefnumót með mínum besta, fórum á bretti, hittum vini, borðuðum endalaust af mat o.fl. skemmtilegt. Enn og aftur fékk ég að sjá hve ótrúlega ljúfan og endalaust þolinmóðan mann ég á!

1. Gleði. 2. Vinir. 3. Best. 4. Gleði



Við fórum ekki aðeins á Akureyri heldur náðum við líka að fara í góða heimsókn á Blöndós, kíkja í bústað á Þingvöllum, spila með góðum vinum í Reykjavík, knúsast í nýju frændunum og áttum svo 2 góða kósýdaga í Grindavík!

Mikið rosalega eru páskarnir ljúf hátíð - enda mesta hátíð kirkjuársins! Vona að þið hafið öll átt gleðilega páska og ég efast ekki um að þið séuð jafn sykurmareneruð eins og ég eftir allt átið:)!

1 comment:

  1. Gott að þú áttir ljúfa páska!
    Mínir voru æðislegir líka & ég er örugglega jafn sykurmarineruð og þú hehe :)

    ReplyDelete