Ég virðist ekki ætla að skrifa um neitt annað hérna en vettvangsnámið mitt, enda á það nánast hug minn allan þessa dagana.
Núna er ég að vinna í Kvennaathvarfinu. Það er athvarf sem ég hef aldrei velt neitt sérstaklega fyrir mér. Kannski frekar vandræðalegt að viðurkenna það en ég vissi varla að tilveru þess fyrr en ég byrjaði að vinna þar. - Veit ekki hvort ég á að líta á það sem kost eða galla?
Mikið rosalega sem mér finnst ég hafa lært billjón hluti á að hitta svona margt og ólíkt fólk.
Undanfarið hef ég fundið fyrir svo ótrúlega mörgum tilfinningum og þá helst bilaðslegu þakklæti að mér finnst stundum eins og hjartað mitt muni springa (for reals!)
Það sem ég lærði í dag er hvað við erum öll falleg, hvert á okkar hátt. Við eigum öll skilið að láta koma vel fram við okkur, ekki bara af öðrum heldur verðum við að læra að koma vel fram við okkur sjálf:)
No comments:
Post a Comment