Thursday, May 2, 2013

Ease your mind little girl

Ekki eru allir dagar eins og því miður geta þeir ekki allir verið góðir.

Er búin að eiga svolítið mikið af skrítnum dögum undanfarið og þá er maður einhvernveginn í miklu minni blogggír.

Það hafa verið miklar tilfinningasveiflur í þessum litla kropp mínum undanfarið, margar breytingar framundan og svo hafa veikindi í fjölskyldunni sett sinn svip á þessa daga.

Maímánuður hefur í þónokkur ár verið mánuður mikilla breytinga, og í ár er svo sannarlega engin undantekning. Ég hef alltaf átt erfitt með breytingar, enda mikil rútínukona. En mikið rosalega sem það verður gott þegar maður er búin að koma dótinu sínu í geymslu, komin í aðra íbúð fyrir vestan og allt komið upp úr töskum og kössum:)

Skemmtilegt finnst mér þó að rétt í þessu var ég að klára að skila síðasta verkefninu mínu þetta misserið og því komin í sumarfrí - og það er sko aldrei leiðinlegt!

Ekkert sérstaklega upplífgandi blogg, en læt nokkrar myndir fylgja með frá síðustu vikunni sem var að líða. Flestar af mér og mínum heittelskaða, enda stórskemmtilegt myndefni;)


Annars ætla ég að henda mér í sturtu, náttföt og horfa á friends.. jafnvel fá mér ís ef ég leyfi mér að vera kolkreisí á þessu fimmtudagskveldi.

Wildcat Sigríður Etna

1 comment: