Tuesday, April 16, 2013

Change of plans

Ég á það til að skipuleggja mig svolítið, þó ekki eins mikið og ég gerði fyrir nokkrum árum. 

Stundum er það þannig að skipulagið hjá manni bregst og maður þarf að gera eitthvað annað, en það er eitthvað sem ég átti einu sinni alveg hrikalega erfitt með. Mér fannst eins og ef búið væri að ákveða eitthvað þá væri bara ekki hægt að bakka frá því - ég veit, mjög óþolandi manneskja!

Þetta var klárlega eitthvað sem ég þurfti að bæta og það er eitthvað sem ég hef gert. Snýst lífið ekki annars um að bæta það sem hægt er að bæta svo maður verði nú e.t.v. örlítið betri manneskja?

Ég fattaði í gær hve miklum framförum ég hef tekið í sambandi við þetta, þegar nánast allt skipulag dagsins breyttist. Maður má nefnilega ekki gleyma því að þegar maður er að reyna að bæta sig í einhverju að hrósa sjálfum sér fyrir framfarir og bætingar:)

Nokkrar myndir frá æðislegum mánudegi;



 Bauð einum ótrúlega duglegum á hádegisdate á Ítalíu. Elska þann stað!

1og2: Naut þess að vera ein með sjálfri mér í góða veðrinu í miðbænum. Fór líka á Kaffitár að lesa þar sem mín besta vinkona dældi í mig kakó með rjóma.
3og4: Útieldun með skemmtilegasta starfsfólkinu í Árseli:)


Var alveg úthvíld eftir svona æðislegan dag, enda gott að fá smá auka dag í helgina þar sem dagarnir eru mjög þéttir þessa dagana!

1 comment:

  1. Awwww... besta vinkona (L)

    Kv.María Berg

    ReplyDelete