Það situr margt eftir strax eftir fyrstu vikuna. Ég er búin að vera að velta fyrir mér samtali sem ég átti við tvo starfsmenn um vináttu. Hjá Reykjavíkurdeildinni er í boði sjálfboðastarf sem snýst um vinskap og vináttu. Þá er manneskju sem er af erlendu bergi brotin og manneskju frá Íslandi parað saman og þau hittast 1 sinni í viku í 6 mánuði. Þannig myndast ákveðin tengsl erlendu manneskjunar við Ísland = mjög sniðugt og þarft verkefni!
Við vorum semsagt að ræða það að þegar við Íslendingar erum orðin fullorðin þá nánast hættum við að bæta við í vinahópinn okkar, sem mér finnst vera mjög sérstakt og í rauninni frekar leiðinlegt. Af hverju að hætta að bæta við og kynnast áfram öðru fólki?
Ég sjálf hitti vini mína frá Tálknafirði, Akureyri, stelpurnar úr Húsó og vini mína úr Háskólanum. Er þetta ekki þannig með flesta? Fólk á vini úr grunnskóla, framhaldsskóla, er kannski í einhverjum ákveðnum klúbb eða hóp sem tengist t.d. einhverju áhugamáli og e.t.v. vini úr háskóla?
No comments:
Post a Comment