Tuesday, April 9, 2013

Garðjóga

Ég er farin að halda að ég hafi fengið örlítið af grænu fingrunum hennar mömmu í mitt blóð.

Tók mig til 2 daga í röð og fyllti 15 ruslapoka af illgresi sem ég vil ekki leyfa að eiga heima í garðinum okkar. 



Mikið rosalega er gott að liggja í grasinu og reita 'your ass off'. Fyrir mig er þetta ekki bara útrás heldur líka jóga.. eins ótrúlegt og það hljómar. Maður hugsar einhvernveginn um allt og ekkert og líður vel í huganum á eftir.

Annars er þessi garður okkar svakalegur. Þetta er einhver gamall viðurkenningargarður sem er með allar heimsins gerðir af blómum, trjám og bara nefndu það. Konan sem sá um hann er því miður komin á elliheimili og því ákvað unga parið í kjallaranum að gera eitthvað í málunum! Versta er að við erum aldrei heima hjá okkur á sumrin til að njóta afrakstursins.

En hei, þetta er nú samt jákvæð þróun. Í fyrra tókum við 48 ruslapoka af illgresi.. 15 pokar er ekkert miðað við það;)

1 comment: