Mikið rosalega sem mig langar í nýja íþróttaskó. Ég á þrjú pör, fjólubláa nike, bleika adidas og hvíta&bleika nike. Nota þá mikið og reyni að vera dugleg að skiptast á.
Finnst þetta komið ágætt af litagleðinni í bili og langar að fá mér svarta sem ég get notað dagsdaglega, ekki bara þegar ég er að hoppa og skoppa.
Sá reyndar á skor.is að þessir séu ekki til í 36? Á einhver svona skó, ef svo er hvar keyptiru þá og hvernig ertu að fýla þá?
það eru ALLIR og þá meina ég ALLIR í þessum skom hérna í Dk..
ReplyDeleteGet svo svarið það í alvörunni að helmingur krakkanna hérna í Gerlev eiga svona..
Ég á svona og kypti mína í USA og það voru ALLIR í svona skóm þarna úti. Mér finnst þeir geðveikt þægilegir og keypti mína einmitt skærbleika en langar líka í svarta til að vera í bara venjulega. Fékk mína á 90$ úti :)
ReplyDeleteÉg er einmitt að sjá fleiri og fleiri í svona skóm hér sem þeir nota dagsdaglega.. Sé fólk sem á kannski svona par sem það fer í í ræktina og fer svo í aðra t.d. svarta þegar þeir eru búnir og eru að fara út.. Þessir skór eru alveg málið held ég en tými ekki fyrir mitt litla líf að borga þessa upphæð fyrir þá!
ReplyDeleteHvað er málið með þessa skó, er ekki tilvalið fyrst allir eru í svona skóm að vera örlítið öðruvísi og kaupa þá ekki??
ReplyDelete