Thursday, May 16, 2013

dingdingdong

Ótrúlega lítið að gerast hér því það er svo margt að gerast hérna hinumegin!

Lífið er búið að vera ótrúlega lítið normal eitthvað undanfarið, allt í gangi, endalaust ys og þys - finnst pínu eins og ég hafi eiginlega bara búið í bíl síðustu daga.


Ég er þó komin heim á Tálknafjörð núna, heim til mömmu og pabba. Ég ákvað að gista hjá þeim fyrst að Ingólfur er út á sjó. Lífið hjá mömmu og pabba á Eysteinseyri er heldur betur fjörugt núna. Dúdda systir er í heimsókn með litlu blómin sín 3 og svo er sauðburður í fullum gangi.


Ég er byrjuð að vinna hjá Landsbankanum, 4. sumarið mitt í bankanum á Tálknafirði! Finnst gott að vera byrjuð að vinna aftur en mjög sérstakt að hafa klárað vinnuna í félagsmiðstöðinni minni og að ég fari ekki þangað í 3 mánuði. Finnst ég vera endalaust heppin að vera í vinnu sem ég hlakka alltaf til að fara í og leiðinlegt að fara úr, heldur betur gott að maður sé að mennta sig í því sem maður elskar:)

Ég vona að þið eigið ljúfa daga núna, enda sumarið á næsta leiti og Euro-vika - við erum ekki að hata það!

No comments:

Post a Comment