Monday, May 27, 2013

..vonandi

Síðustu vikur hafa verið frekar erfiðar en núna eru vonandi aðeins bjartari tímar framundan. Loksins-loksins fer maður að komast í hina daglegu rútínu - ó hve mikið sem ég hef þráð hana. Núna er maður alveg fluttur á Tálknafjörð og ég er sko meira en tilbúin í ljúft sumar!

Þegar maður hefur fengið inn allar einkunnir þá finnst manni sumarið loksins komið. 35 gómsætar háskólaeinkunnir voru að koma inn hjá mér og er ég nokkuð sátt með þær þar sem áramótaheitið mitt var að slaka aðeins á í lærdóm. Það stoppaði mig greinilega ekki og náði ég þrátt fyrir það yfir 9 í meðaleinkunn, er mjög glöð með það!

Góð helgi var að klárast þar sem Ingólfur útskrifaðist með glæsibrag frá Vélskólanum sem stúdent og vélfræðingur. Var að rifna úr stolti yfir kallinum sem fékk verðlaun fyrir góðan árangur í rafmagnsfræðigreinum.

Vona að ég fái bráðlega einhvern innblástur til að skella einhverju skemmtilegu hér inná síðuna, á meðan set ég bara myndir;)






1 comment:

  1. Til lukku með daglega lífið, Ingólf og 9 í meðaleinkunn heheh knús á þig skvísa, njóttu sumarsins::))

    ReplyDelete