Tuesday, June 18, 2013

3 daga helgi - gleði!

Þetta líf er búið að vera svo rosalega rólegt og normal að það er e.t.v. ekki margt til að setja hér inn. Átti reyndar svakalega góða helgi, mikið rosalega sem ég þarfnaðist að fá 3-daga frí. 

Á föstudag fórum við systkinin í Flókalund að borða og í sund í Reykjarfirði. Laugardagurinn fór í girðingavinnu og smá "mömmstund" með elsku mömmu minni. Sunnudagurinn fór í að setja niður kartöflur og bátsferð undir Látrabjarg, sem var frábær upplifun. Nóttin eftir var hinsvegar ekki jafngóð upplifun þar sem ég gat lítið sofið vegna þess að bakið á mér var svo bólgið eftir bátsferðina. Er því búin að eyða svolitlum tíma í Pollinum að reyna að laga þetta bak mitt! Mánudagurinn var mikill letidagur, tiltekt, bauð fjölskyldunni í 17. júní kaffi, grill og kósí!



1. Þoka í Arnarfirði, 2. Systkini + Tara, 3. töffarar!, 4. Trostandsfjörður


1. Fegurð og fegurð, 2. Ingólfur að njóta sín, 3. skvísur, 4. jarðaberjamojito með jarðarberjum og myntu frá Eysteinseyri.


1. Hvað þarf marga Tálknfirðinga til að setja niður hornstaur?, 2. setja niður kartöflur. 3. töffarar í smá pásu, 4. maður getur ekki alltaf verið töff, haha.



Undir bjarginu, ótrúlegt..


1. inní helli í Látrabjargi, 2. kallinn að hringja heim og monta sig, 3. fengum að hoppa aðeins í land og kíktum á eitt hreiður, 4. Ingólfur að draga bátinn í land.

Vona að ykkar langa helgi hafi verið ljúf og góð:)


No comments:

Post a Comment