Wednesday, June 19, 2013

DIY - ræktarbolir

Þegar Ingólfur kom heim úr vinnunni í gær þá fékk ég hann til að taka mynd af sveittu kærustu sinni. Ekki það að mér finnist gaman að láta taka myndir af mér sveittri eftir góða æfingu heldur til að geta sýnt ykkur smá DIY .. en ég geri mjög lítið af því.

Eitt kvöld í vetur þegar ég var ein heima þá sótti ég 3 boli ofan í skúffu, boli sem ég nota aldrei því a.) mér fannst þeir ekki flottir eða b.) var ekki að fýla þá. Fyrsti bolurinn eyðilagðist, já, fyrsta tilraun heppnaðist semsagt mjög illa þar sem ég klippti hann á endanum í einhverjar ræmur, jæja áfram  hélt ég - óð með skærin.


Næsti bolur sem fékk að finna fyrir því var þessi hér. Ég ákvað að hafa framhliðiná á "nýja" bolnum hvíta og nota bláa munstrið í bakhliðina.


Þegar bolurinn var klipptur og bundin saman í endann þá datt mér í hug að prufa að stennsla á hann í vinnunni minni. Ég hafði aldrei stennslað áður og því var myndin of neðarlega, hefði vilja hafa hana örlítið ofar. En eins og mamma mín segir alltaf ,,þá er það bara betra"!


Næst var það DEAD-bolur, en mér fannst sniðið á honum vera óþægilegt. Finnst persónulega langþægilegast að vera í hlýrabolum, loveitloveit.


Útkoman:



Ég náði ekki að taka mynd af bakinu á þessum bol, en ég klippti það eiginlega í sundur þannig það er allt í svona opnum röndum á bakinu. Er bara nokkuð sátt með útkomuna! Það kom mér skemmtilega á óvart hvað þetta væri ekkert mál (fyrir utan fyrsta bolinn;) !)

Gott að eiga þessa þegar maður gerir æfingar í stofunni, en það er jú ein uppáhalds ræktarstöðin mín:)


5 comments:

  1. mjög fínt hjá þér prinsessa

    ReplyDelete
  2. Flott hjá þér :) kveðja Gulla frænka

    ReplyDelete
  3. Geggjaðir hjá þér!!! Langar að prufa að gera en kann það bara alls ekki!! :)
    Kv, Elísabet í Njarðvík

    ReplyDelete