Wednesday, July 10, 2013

Hið góða sumar

Þó lífið sé frekar ljúft þetta sumar þá er ég eins og flestallir Íslendingar, orðin frekar þreytt á þessu veðri. Það er samt frekar asnalegt að ætla að búa á þessu litla skeri og láta hluti eins og veðrið stjórna skapinu sínu, enda veðrið hér oft ekki upp á marga fiska.

Það er jú búinn að vera svolítill skortur á þessari gulu, Sunnu frænku, en ég er alveg sátt við það. Hinsvegar langar mig í hita. Ég þrái meiri hita!

Þetta sumar er svo frábrugðið öðrum því vanalega fór maður út í hádeginu, sat í sólinni og borðaði hádegismat, grillaði, var léttklæddur og allt sumarlegt. Maður er einhvernveginn ekki í þessum sumarhlutum núna, spes.

Ákvað að láta kuldan ekki stoppa mig um daginn og fór í hádeginu út að lesa. Ég var reyndar vel klædd og með teppi, en það var samt rosalega kósí að finna sólina skína smá á sig.



Eftir þetta sumar er allavega eitt víst og það er að við Ingólfur ætlum til sólarlanda innan næstu 7 mánaða. Ef ekki um áramótin þá ætlum við að fara annaðhvort fyrr, þ.e. í október eða í byrjun janúar. Það er gulrótin mín í augnablikinu, held að það verði að duga í bili;)

No comments:

Post a Comment