Ég er svo þakklát fyrir ..
..hvern einasta dag og ný tækifæri
..foreldra mína sem eru alltaf til staðar og ávallt reiðubúin að leggja fram hjálparhönd
..stóran systkinahóp sem ég get alltaf leitað til með hinar ýmsu hugmyndir, vandamál, ruglaðar pælingar o.fl.
..Yndislegu og ólíku vini mína sem ég virðist eiga allstaðar á landinu
..unnusta minn sem gerir hvern einasta dag svo miklu auðveldari en hann er, kemur fram við mig með mikilli virðingu og er besti vinur sem hægt er að hugsa sér<3
Þegar ágúst er kominn þá verð ég líka alltaf svo þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri á að vera eitt annað sumar í viðbót á uppáhalds staðnum mínum í heiminum, Tálknafirði. Fjöllin fylla mann af orku fyrir langan vetur.
Fyrir hvað ert þú þakklát/ur fyrir?:)
Þú ert yndi og ég er þakklát fyrir þig! :-*
ReplyDelete