Thursday, August 22, 2013

vitiligo

Í vetur bað ég góðan guð um að láta sumarið 2013 vera mjög sólarlítið - alveg róleg samt! Þó að minn guð sé mjög ljúfur þá er ég nokkuð viss um að sólarleysið sem við urðum öll vör við í sumar hafi ekki stafað af minni saklausu ósk;)

Fyrir rúmu ári kom í ljós að ég væri með vitiligo, en það er sjálfsofnæmissjúkdómur. Hann er ekki flóknari en svo að ónæmiskerfið mitt ræðst á sortufrumur sem framleiða litarefni húðarinnar. Litaframleiðslan hættir þess vegna á því svæði þar sem sjálfsnæmið myndast og svæðið verður skjannahvítt. Getur hætt núna, getur haldið áfram.


Hljómar alls ekki mjög slæmt og virkar e.t.v. eins og ekkert mál. 

Á veturnar er maður jú oftast frekar hvítur og því tók ég lítið eftir blettum, en þeir voru mjög duglegir að fjölga sér - mér til mjög mikilla ama. Mér kveið sumrinu, sérstaklega þar sem ég elska sólina og fer mikið í sund.

Mér fannst ég alveg ómögulegt eintak og óheppin, aðeins 1-2% í heiminum sem fá þennan sjúkdóm og ég þekki engann sem er með vitiligo. Nema jú, vin minn, hann Michael Jackson. Manninn sem segir manni að "you are not alone" og ég elska það.

Við öll urðum jú ekki vör við mikla sól í sumar, en það er alveg greinilegt að hún skín auðveldlega í gegnum skýin því mínir blettir fóru að sjást svo ótrúlega vel og guð minn góður hvað ég skammaðist mín. En svo einn daginn, snemma í sumar, breyttist hugsunin hjá mér. Ég var ein heima, nýbúin að gera æfingar heima, því ég vildi ekki vera úti í sólinni að hreyfa mig. Lá á gólfinu grenjandi af sjálfsvorkunn og bilað kvíðin að fá þessa bletti yfir allt andlitið mitt og þá allt í einu kom það, ég var svo glöð að vera eins og ég væri, greinilega alveg bilað einstök manneskja - ég heppin:)

Fyrst skammaðist ég mín, fyrir eitthvað sem ég gat ekki stjórnað, sem er svo kolvitlaust. Ég ætlaði að láta vitiligo stjórna mér, en ákvað svo að ég ætlaði bara að stjórna. Í sumar fór ég eins oft í sund og ég vildi, labbaði stolt um á bikiníinu og brosti bara til fólksins sem horfði í sturtunni. Núna finnst mér blettirnir töff, en þó aðallega bletturinn sem ég er með í naflanum og hjartað sem ég er með á mjöðminni.

Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að vitiligo er engin dauðadómur og margt annað svo miklu verra en það. En þegar allt er ekki eins og það á að vera þá fer heilinn stundum í svolítið rugl. Maður þarf bara að koma hugsunum sínum aftur í réttan farveg og vera duglegur að minna sig á hvað það er sem skiptir máli. Ég elska þegar fólk spyr bara og ekkert vesen. Og ég elska ennþá meira þegar vinir og fjölskylda koma til mín og segja mér að þeir hafi hitt einhvern annan með vitiligo. Og nei ég mála mig ekki svona skemmtilega hvíta undir báðum augunum, nei ég er ekki að reyna eitthvað Kim Kardashianstyle - ég er bara svona.



Mér líður allavega vel í mínu eigin skinni - bókstaflega.

And I can't change
Even if I tried
Even if I wanted to


9 comments:

  1. Sammála Dúddu :)
    ég veit um 2 hér í Grindavík sem eru með þetta.

    ReplyDelete
  2. þetta er bara betra

    ReplyDelete
  3. Svo sætust og dugleg! Kv. Tinna Magga-sys ;) sjáumst soon!

    ReplyDelete
  4. Lára EyjólfsdóttirAugust 23, 2013 at 1:55 PM

    Þú ert dásamleg eins og þú ert, flott skrif hjá þér :)

    ReplyDelete
  5. Báðir bræður mínir eru með þennan sjúkdóm og afi minn var með hann líka og þeir eru allir töffarar eins og þú!!
    Kv, Elísabet
    Njarðvík

    ReplyDelete
  6. Báðir bræður mínir eru með þennan sjúkdóm og afi minn var með hann líka og þeir eru allir töffarar eins og þú!!
    Kv, Elísabet
    Njarðvík

    ReplyDelete
  7. Báðir bræður mínir eru með þennan sjúkdóm og afi minn var með hann líka og þeir eru allir töffarar eins og þú!!
    Kv, Elísabet
    Njarðvík

    ReplyDelete