Friday, August 2, 2013

Gamli bærinn - lífið er lotterí

Ein önnur verslunarmannahelgin mætt á svæðið og mikið sem það gleður mig. 

Ég er reyndar alveg róleg þegar kemur að því að gera eitthvað þessa helgi, en alltaf er hún jafn frábær. Hef  farið á 7 unglingalandsmót þegar ég var yngri, einu sinni á eina með öllu á Akureyri, kíkt á Neistaflug, farið einu sinni á Þjóðhátíð, 2x í Húsafell, kíkt á Mýrarbolta og ábyggilega e-ð fleira. 

Í ár langar mig að taka því rólega og ætlum við Ingólfur að vera í "sumarbústað", reyndar í Tálknafirði, nánar tiltekið í Gamla bænum á Eysteinseyri hjá mömmu og pabba. Fjölskyldan tók höndum saman í sumar og fékk sá gamli góða "makeover" og er hann allt annar.







Það er semsagt lítið búið að plana helgina, nema að gista í Gamla bænum og fara svo í dagsferð á Ísafjörð, kíkja á Mýrarboltann, fara út að borða og hafa það gott. Hitt verður bara að koma í ljós:)


Vona að þið eigið ánægjulega helgi<3

2 comments:

  1. vá mikið rosalega er þetta fallegur bústaður :) ég er samt ekki alveg að fatta hvar hann er staðsettur ??
    Kveðja Ásdís Gestsdóttir

    ReplyDelete
  2. vá mikið rosalega er þetta fallegur bústaður :) ég er samt ekki alveg að fatta hvar hann er staðsettur ??
    Kveðja Ásdís Gestsdóttir

    ReplyDelete