Tuesday, September 10, 2013

60 ára afmælisgjöf

Pabbi minn varð 60 ára síðasta föstudaginn í ágúst. Í tilefni af afmælinu hans gáfum við systkynin honum frekar óvenjulega gjöf. Hugmyndina fengum við hér, fyrir nokkrum árum. Við vorum viss um það að við ætluðum að gera svona fyrir hann. Við hittumst því snemma í sumar og bjuggum til lista yfir fólk sem hefur verið samferða honum á mismunandi tímapunktum í lífinu. Skiptum þessu á milli okkar systkinanna og fórum svo að hafa samband við fólkið. Við báðum fólk um að skrifa niður einhverja skemmtilega minningu um pabba eða lýsa honum. Við stefndum á að safna 60 bréfum en enduðum með aðeins meira en það. Sniðug gjöf fyrir þá sem eiga allt!




Hér eru svo hjónin saman en mamma las öll bréfin fyrir okkur sem voru saman komin í stofunni hjá þeim. Ég táraðist nokkrum sinnum á meðan lestrinum stóð og það kom engum á óvart!



Pabbi var rosa hissa á þessu öllu saman en rosalega glaður líka:)


Sama blogg birtist inn áElskulegt hjá Dúddu systir minni 




No comments:

Post a Comment