..eða þannig leið mér allavega!
Fékk hryllilega og skelfilega pest á miðvikudaginn - alltaf kemur það manni jafn mikið á óvart þegar maður nælir sér í pest. En jesús minn, á fimmtudagsnóttinni hélt ég að mín síðasta stund væri runninn upp og eyddi því föstudeginum inn á spítala.
Það var ömurlegt að vera alein með pest heima hjá sér. Grét mörgum gleðitárum þegar Ingólfur kom suður til mín seint á föstudagskvöldið og var næstum búin að gleyma því hvernig maður brosir, aaaalveg þar til hann kom!
Er núna aðeins byrjuð að getað kroppað í mat, gulrót hér, epli þar.. living the wild life.
Eyddi hinsvegar þessu ágæta sunnudagskvöldi í brúðkaupsundibúning og guð hvað mér finnst það gaman, spá og spegúlera með sjálfri mér.
Ég skal svo reyna að hætta að væla í bili.. svo plís ekki hringja í 113:)
Vona að helgin ykkar hafi verið full af glimmeri og gleði!
Vona að helgin ykkar hafi verið full af glimmeri og gleði!