Tuesday, September 24, 2013

Núna

Halló Hafnafjörður, er hún enn á lífi?

Síðustu 6 vikurnar hef ég búið ein hér í Reykjavík, sem er.. að mínu mati, vægasagt leiðinlegt. Ég er greinilega alltof góðu vön. Sem betur fer eru aðeins eftir tæpar 2 vikur í einverunni.

Kærustufagginn Etna hefur samt uppgötvað allskonar nýtt og lært heilmikið af þessari einveru sinni. Stórmerkileg uppgötvun að það er alveg ótrúlega leiðinlegt að elda bara fyrir eina manneskju, því hefur lítið verið gert af því og meira gripið í boozt, saffran og salatbakka með sér - mjög hentugt!

En svona grínlaustt, þá eru þessar 6 vikur búnar að vera sérstakar og frekar erfiðar fyrir mjög lífshrædd og myrkfælna manneskju. 

Það er samt gott að vera byrjuð í rútínu aftur, byrja í vinnunni, skólanum, ræktinni og gera sér markmið til að fara eftir. Eftir að ég flutti aftur suður hef ég fundið mér endalaus verkefni og passa uppá að eiga lítinn sem engan dauða tíma. Er nokkuð viss að það breytist þegar Ingólfur flytur til mín;)


Þegar maður er of smeykur að gista heima hjá sér þá skreppir maður bara í Þorlákshöfn og fær þennan kút til að passa uppá sig. 




...stemningin eftir 3. daga októberfest - gotta lovit!



Annað kvöldið sem ég er ein heima hjá mér í kósífýling síðan ég flutti suður - þá nýtur maður tímann og bloggar;)


Ætla að opna eina góða bók núna og njóta - vona að þið gerið það líka!


1 comment: