Tuesday, January 14, 2014

Adidas

Þegar það er alveg biluð rigning úti eins og var um daginn þá fæ ég smá gott í hjartað mitt og hugsa að ,,nú sé rétti tíminn" til að fara í eina uppáhalds flíkina mína.


Árný systir keypti þessa regnkápu fyrir ábyggilega 10 árum? á flóamarkað í London. Ég var svo ótrúlega heppin að fá hana "lánaða" fyrir þó nokkrum árum.


Er reyndar ekki nógu dugleg að nota hana. En þar sem ég er nú flutt í Grindavík ætti ég að fá fleiri tækifæri til þess, enda er svolítið oftara rigning hér heldur en Tálknafjarðarmærin er vön. En þá er líka um að gera að sjá það jákvæða við rigninguna, sem er jú að geta klæðst elskunni minni oftar.

(Freðin endajaxlapía að reyna að brosa í gegnum tárin)




No comments:

Post a Comment