Ég kom heim til mín 2-3 leitið síðastu föstudagsnóttina. Labbaði að útidyrahurðinni og hugsaði með mér að ég væri minna hræddari að sofa ein í Grindavík heldur en ein í Reykjavík. Ég fór úr skónnum og hengdi upp úlpuna og fattaði svo að ljósin í loftinu voru ekki eins og ég skyldi við þau. Hjartað fór á milljón. Ég ákvað að opna forstofuhurðina extra rólega og sá þá að hurðin inn í þvottahús var opinn. Hjartað stoppaði. Hugsaði með mér að einhver væri inn í íbúðinni. Tók upp símann en hugsaði að það væru allir sofandi og að ég vildi engan vekja. Tók örfá róleg skref og sá þar þennan glæsilega pakka á eldhúsborðinu. Hló að sjálfri mér að vera svona ótrúlega ímyndunarveik. Opnaði svo pakkan og las yndislegt kort frá Ingólfi, hann hugsar greinilega vel um prinsessuna sína hvar sem hann er, landi eða sjó.
Annars átti ég ljúfan afmælisdag og fékk fallegar og góðar gjafir.
Núna hlakka ég endalaust til að vakna á morgunn og sækja Ingólf niður á bryggju. Jesús minn, ég skil ekki hvernig konur geta verið svona án mannanna sinna og fá ekki að heyra í þeim í nokkra daga. Þegar ég skutlaði Ingólfi á sjóinn fyrir alltof mörgum dögum síðan fékk ég grínlaust illt í hjartað. Fór svo reyndar heim og huggaði hjartað með pizzu, snakki, nammifroskum, appelsíni í gleri (okay tveim flöskum) og last but not least karmelluís. Já, mér var virkilega svona illt í hjartanu! Með þessu áframhaldi verð ég orðin fjórföld þegar hann hættir á sjó.
Enda þetta á tveim myndum af mygluðum og nývöknuðum skvísum sem skelltu sér í Bláa lónið í morgunn.
Kv. Sigríður Etna
No comments:
Post a Comment