Sunday, January 12, 2014

Var að verða vitlaus á því að ekkert gerðist í ritgerðarskrifum. Datt því í hug að nota eitt aukaherbergið hér í Grindavík city undir lærdómsherbergi. En það herbergi var ekki búið að fá neitt hlutverk, safnaði aðeins drasli, þó aðallega bókum og föndurdóti. 

Tók mig því til í gær, raðaði upp nokkrum bókum, flokkaði föndurdótið í kassa og setti það inní skáp. Reddaði mér borði, borð sem er mikið eldra en ég og skrifborðsstól (sem er ekki eldri en ég if you were wondering, hehe)

Bjó til horn fyrir ritgerðarsmíð. 



Núna þarf ég virkilega að fara að ákveða hvað ég ætla að gera við þessar bækur. Semí hausverkur, tými ekki að henda, flestar kiljurnar hafa farið yfir Evrópu og Thailand og margar skemmtilegar gjafir + barnabækur. Einhvernveginn held ég að maður lesi þær e.t.v. ekki aftur en langar samt ekki heldur að setja þær ofan í kassa = lúxusvandamál já.


Já elsku blóm, hérna munu hlutir gerast, hér gerast kraftaverkin.


Ég finn á mér að hér muni svoleiðis hrúgast inn blogg á þessari önn. Það er ekkert grín að ætla að skrifa ritgerð þar sem nánast engar heimildir eru til. Þegar heilinn frosnar verður því eflaust kíkt hingað og hent einhverju "lífsnauðsynlegu" og "bráðgáfuðu" efni inn.

No comments:

Post a Comment