Saturday, February 1, 2014

allt og ekkert, meira ekkert

..heilar tvær vikur síðan síðast - þetta er ekki eðlilegt

Ekkert gerðist hér og eru tvær fullgildar ástæður fyrir því, eða allavega að mínu mati. Fyrri vikuna sat ég sveitt hér heima og hamaðist við verkefna- og ritgerðarskrif. Tilfinningin að skila þeim var ólýsanaleg, og verðlaunin ekki að verri kantinum, Ingólfur kom sama dag heim í sex daga.

Vettvangurinn minn byrjaði svo fyrir viku og að vera í 100% vettvang og rúmlega 40% vinnu er no joke pússluspil. Sérstaklega ekki þegar kallinn er í landi og manni langar að geta eytt einhverjum smá tíma saman.

En aftur minnkaði hjartað um tvær stærðir þegar ég skutlaði manninum niður á bryggju áðan. Í þetta skiptið náði ég þó að hemja mig og át ekki helminginn úr ísskápnum, né frystinum. Mikill sjálfsagi í gangi.

Er svo mikið tóm.. og held að eina sem bjargi mér núna er svefn.

 ..alveg að missa vitið á þessari, daginn fyrir skil

loksins skil - gleði 

Smá morgunnmatur þegar sjómaðurinn kom hjem


elsku amma kom í heimsókn alla leið frá Tálknafirði - þvílíkt yndi

1 comment:

  1. Ekki gott að vera tómur :( Hjálpaði svefninn?
    Kv.Mæja

    ReplyDelete