Thursday, January 9, 2014

Sigríður Etna - jaxl

Já gott fólk - árið 2014 er svo sannarlega byrjað!

Ég losnaði við tvo gamla og góða á þessu yndislega ári, þ.e. tveir endajaxlar farnir. 




ALDREI aftur endajaxlataka takk fyrir takk.

Ég missti endalausa vinnudaga út fyrir ca. 3 árum síðan þegar fyrstu tveir jaxlarnir fóru. Sú aðgerð fór og gekk væga sagt illa. Verkirnir þá + nýrnasteinninn góði voru án efa versti sársauki sem ég hef upplifað.

Ég lofaði sjálfri mér að gera ALLT rétt í þessu tannveseni í þetta skiptið! Þannig með miklum aga + vonandi góðri heppni mun þetta vera ágætt. 

Agi, agi, agi - á fyrsta degi er ég orðin þreytt á jógúrti. Fór því og sótti safapressu til tengdaforeldranna. Hef aldrei verið mjög hlynnt safakúrum og mun ég því í þetta skipti komast næst því að upplifa einn slíkann. 

Annars er ég byrjuð á lokaritgerðinni minni í tómstunda- og félagsmálafræði - sem á hug minn allan þessa dagana. Mér finnst þetta verkefni vera mjög krefjandi og gríðarlega spennandi. Get ekki beðið eftir lokaútkomunni!



Það er allavega komið nafn höfundar, titill ritgerðarinnar verður þó að bíða örlítið lengur og fá smá meiri fínpússun;)

No comments:

Post a Comment