Tuesday, February 4, 2014

Drottinn blessi heimilið

..já ég vona svo sannarlega að hann geri það:)

Mig hefur lengi langað í svona vegglímiða. Skammarlegt að segja það að þá ætlaði ég að kaupa mér slíkan um leið og við fluttum inn í íbúðina okkar í Laugardalnum, en það gerðist nú aldrei.


Þessi límmiði fæst í EPAL, á litlar 3700 kr. já eflaust það allra ódýrasta sem fæst þar inni. Sú verslun, eins skemmtileg og hún getur verið, er suddalega dýr. Flest þar inni er eitthvað sem maður getur aðeins látið sér dreyma um, allavega mun ég aldrei fyrir mitt litla líf kaupa mér stól á ca. 1.600.000 kr.!

Flestir hafa eflaust séð þennan vegglímmiða. En ef einhverjum langar að kaupa sér en sleppa að gera sér ferð í epal, á er linkurinn á vefversluninni ef einhver er áhugasamur hérna: 


Hef alltaf verið veik fyrir ,,Drottinn blessi heimilið" myndum, en þetta er svona smá öðruvísi. Finnst voðalega hlýlegt að sjá þessa setningu þegar ég kem heim til mín.


No comments:

Post a Comment